„Reykjavíkurdætur stórkostlegar“

Hanastél
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

„Reykjavíkurdætur stórkostlegar“

Hanastél
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
27.02.2016 - 19:26.Þórður Helgi Þórðarson.Hanastél
Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur kom til okkar í Hanastélinu í dag og ræddi við okkur um stúlknasveitir, gamlar og nýjar. Hann felldi dóma um það hver væru bestu stúlknabönd sögunnar, fór aðeins inn á stúlknabönd í Japan og Norður-Kóreu og svo auðvitað mál málanna, útspil Reykjavíkurdætra í Vikunni hjá Gísla Marteini í gærkveldi.

En „stórkostlegt“ er orðið sem Arnar notaði yfir þennan gjörning þeirra í gærkvöldi. Hann endaði svo á því að spá því að það væri risa stelpuband á leiðinni og við viljum að þið munið það kæru áheyrendur að þið heyrðuð það fyrst hérna í Hanastélinu.