Playboy-setrið til sölu

11.01.2016 - 22:42
LAX03 - 20000811 - BEVERLY HILLS, CA, UNITED STATES : This photo shows a recent picture of the Playboy Mansion in Beverly Hills, California where Playboy magazine founder Hugh Hefner lives. California Congresswoman Rep. Loretta Sanchez has been removed
 Mynd: epa  -  PEI
Playboy setrið víðfræga, þar sem útgefandinn Hugh Hefner hefur í áraraðir haldið sín frægu teiti, er til sölu. Landið, sem er í vesturhluta Los Angeles, og setrið, sem er rúmlega 2.000 fermetrar að stærð, eru samanlagt metin á jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna.

Sá böggull fylgir þó skammrifi að hver sá sem kaupir húsið og landareignina þarf að lofa Hefner, sem er 89 ára, að leigja húsið og búa í því til æviloka ásamt eiginkonu sinni Crystal Harris. Hún er 29 ára og sat eitt sinn fyrir í tímariti eiginmannsins.

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV