Páfinn átti vinkonu

15.02.2016 - 12:31
SAN21-19990612-SANDOMIERZ, POLAND: Pope John Paul II waves to faithfuls as he arrives to Sandomierz, southern Poland, Saturday 12 June 1999, showing off a plaster at his right temple. The pope suffered a slight head injury when he fell inside the Vatican&
Jóhannes Páll II..  Mynd: EPA
Um 350 bréf páfans Karols Wojtyla, Jóhannesar Páls annars, og giftrar konu, heimspekingsins og rithöfundarins Önnu-Teresu Tymieniecka, eru nú varðveitt í þjóðarbókhlöðu Póllands.

Í breskum heimildaþætti segir að bréfin sýni að vináttan var náin og hafi þau farið tvö saman í útilegur, skíðaferðir og fjallgöngur. Vináttan hafi hafist þegar páfi var biskup í Kraká og staðið til hann lést 2005. Sérfræðingar segja að páfi og Teresa hafi verið meira en vinir, en þó ekki elskendur.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV