Óvenju hlýtt í apríl

06.05.2014 - 10:31
Mynd með færslu
Aprílmánuður var hlýr og telst hagstæður víðast hvar, samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Aprílmánuður var hlýr og telst hagstæður víðast hvar, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Meðalhiti í Reykjavík var tveimur stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 90 og einu stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hann var 4,9 stig.

 Á Akureyri var meðalhiti í apríl 3,6 stig og er það líka tveimur stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Heitast varð í apríl í Skaftafelli þann 22. þegar þar mældust 18,1 stig kaldast varð við Setur 17. apríl þá var þar 14,8 stiga frost. 

Mánuðurinn var lengst af þurr á Norðausturlandi en á Austfjörðum var úrkoma yfir meðallagi. Það sem af er ári hefur verið óvenju hlýtt, aðeins þrisvar hafa fyrstu fjórir mánuðir ársins verði hlýrri frá því mælingar hófust 1871.