Óveður á norðanverðu Snæfellsnesi

12.03.2016 - 13:03
A pedestrian heads towards his car in rain and high winds, Wednesday, Dec. 23, 2015, in Birmingham, Ala. A weather pattern that could be associated with El Nino has turned winter upside-down across the U.S. during a week of heavy holiday travel, bringing
 Mynd: AP
Suðvestanstormur gengur nú yfir landið og er veðrið að ná hámarki um þessar mundir á suðvesturhorninu. Óveður er á norðanverðu Snæfellsnesi og Fróðárheiði er lokuð. Búið er að loka veginum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði vegna veðurs. Verulega bætir í vind á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eftir hádegi í dag.

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það sé frekar leiðinlegt veðurútlit þessa helgi. Varað hefur verið sérstaklega við vatnavá og vatnsflaumi.

Þorsteinn segir að það komi gusa af heitu lofti yfir landið á morgun sem verði yfir landinu allan morgundaginn.„Það bætir í vindinn og það rignir bæði sunnan og vestanlands og þetta hjálpast allt við að skapa aðstæður fyrir leysingu sem gæti orðið til vandræða í flestum landshlutum.

Veðurspáin er einna verst fyrir norðvesturland á morgun, þar er spáð ofsaveðri. Mikið hefur snjóað á þessu svæði að undanförnu og útlitið því ekki gott. „Það verður hvasst þarna annað kvöld því það bætir í vindinn allan daginn. Og þetta er ekki til að draga úr leysingunni - nema síður sé.“

Það er ekki bara slæmt veður framundan heldur varar Veðurstofan einnig við miklum vatnavöxtum á sunnudaginn í ám á Snæ...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on 11. mars 2016

Þór Ægisson myndatökumaður RÚV tók myndirnar hér að ofan af vegfarendum í miðborg Reykjavíkur í dag. Erlendir ferðamenn renndu úlpum sínum vel upp og héldu í höfuðfötin.

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV