Orri Vigfússon er látinn

02.07.2017 - 21:01
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Ísleifur
Orri Vigfússon, stofnandi og formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í gær, 1. júlí á sjötugasta og fimmta aldursári.

Orri hefur frá því NASF var stofnað fyrir 27 árum helgað líf sitt verndun og uppbyggingu Norður-Atlantshafs laxastofnsins.  Hann naut virðingar náttúru- og umhverfissinna víða um heim og hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal hina íslensku fálkaorðu og riddaraorðu frá dönsku drottningunni. Hann hlaut viðurkenningar frá Time Magazine og The Economist og árið 2007 fékk hann The Goldman Environmental verðlaunin. Hann var einnig tekinn inn í frægðarhöll (e. Hall of Fame) Alþjóðasamtaka sportveiðimanna á síðasta ári. 

Orri lætur eftir sig eiginkonu, Unni Kristinsdóttur og tvö uppkomin börn.

Orri fæddist árið 1942 á Siglufirði. Hann flutti til Lundúna árið 1959 þar sem hann stundaði nám við London School of Economics og lauk gráðu í viðskiptafræði árið 1964. 

 

Mynd með færslu
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV