Ólafur í hljóðveri með Emmu Watson

19.08.2012 - 18:21
Mynd með færslu
Íslenski tónlistamaðurinn Ólafur Arnalds eyddi heilum degi í hljóðveri með Harry Potter-stjörnunni Emmu Watson, þar sem þau tóku meðal annars upp tónlist. Með Ólafi og Emmu í hljóðverinu var góðvinur leikkonunnur, Ben Hammersley. Russell Crowe er hins vegar farinn af landi brott.

Ólafur  greinir frá samvinnu sinni og Emmu á Twitter-síðu sínum sinni og birtir mynd af þeim þremur í hljóðverinu. Watson er stödd hér á landi vegna kvikmyndarinnar Nóa og hefur sýnt tónlist Ólafs mikinn áhuga.

Russell Crowe er hins vegar farinn af landi brott; hann kveður Ísland á fallegu nótunum á twitter-síðu sinni og segist hafa notið þess að vera hér. Hann á jafnvel von á því að endurnýja kynnin við bæði land og þjóð en Crowe hélt þrenna tónleika á Menningarnótt í gærkvöldi og tróð meðal annars upp með Patti Smith.