Ók á þrjá kyrrstæða bíla

27.02.2016 - 07:28
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Laust fyrir miðnætti ökumaður í austurbænum handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Hann hafði ekið á þrjá kyrrstæða bíla.

Þá keyrði annar ölvaður ökumaður á tvo ljósastaura við gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar. Bíllinn valt við óhappið og var ökumaður fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 

Maður á fimmtugsaldri var handtekinn í íbúð í Garðabæ um miðnætti í gær, þar sem hann hafði í hótunum við móður sína og var búinn að valda tjóni í íbúðinni. 

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV