Ögmundur fékk frítt inn

30.03.2014 - 14:28
Mynd með færslu
Engir verðir eða miðasölumenn voru við hverasvæðið á Geysi, þegar Ögmundur Jónasson þingmaður kom þangað um klukkan hálf tvö í dag. Að sögn fólks á svæðinu, var rukkað inn til hádegis. Eftir hádegi hafa starfsmenn Landeigendafélagsins, sem krefur fólk um 600 króna aðgangseyri, ekki verið á svæðinu.

Ögmundur hafði boðað komu sína til að mótmæla gjaldheimtunni. Nokkrir tugir manna voru með honum í för og fór fólkið inn á hverasvæðið án þess að greiða nokkurn aðgangseyri. Sama gildir um nokkurn fjölda erlendra ferðamanna sem þarna voru.

Ögmundur segir að þetta sé liður í því að standa vörð um þær náttúruperlum sem séu í raun í eigu þjóðarinnar. Gjaldtakan sé ólögleg og landeigendum ekki stætt á að innheimta gjaldið.

Ögmundur er nú á leið að Kerinu í Grímsnesi, þar sem einnig hefur verið rukkað aðgangseyrir.

 

Á Geysissvæðinu í dag. Mynd: Alma Ómarsdóttir