Ögmundur ætlar aftur að Geysi

Ögmundur við Geysi. Mynd: RÚV


  • Prenta
  • Senda frétt

Ögmundur Jónasson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, ætlar, ásamt fleirum, að fara að Geysi í dag til að mótmæla gjaldtöku á svæðinu. Hann telur það lagalegan rétt fólks að geta skoðað náttúru Íslands án gjaldtöku.

Gjaldtaka hófst á Geysissvæðinu um miðjan og kostar 600 krónur inn og hefur ríkið, sem á hluta landsins, höfðað mál fyrir dómsstólum til að fá því hnekkt. Félag landeigenda á Geysi segja gjaldtökuna nauðsynlega til verndar svæðinu.

Þetta er í annað sinn sem Ögmundur ákveður að fara á svæðið. Um síðustu helgi var hann ekki rukkaður um gjaldið. Verði það gert í dag, segist Ögmundur ætla að kalla til lögreglu.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku