Nýjar myndir af gosinu

20.09.2014 - 23:26
Mynd með færslu
Gosið í Holuhrauni virðist ekki vera í rénum ef marka má þessar myndir sem Emil Þór Sigurðsson, ljósmyndari, tók í dag. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist kvikumagnið undir Vatnajökli. Hæð hefur verið yfir landinu í dag og gosmengun hefur því dreifst víða. Hæðin gengur yfir í nótt.

 

Hér sést mistrið vel. Mengun er mikil á gosstöðvunum og vindáttir ófyrirsjáanlegar. Allir sem þangað fara þurfa að vera búnir bæði gasgrímum og mælum. 

 

 

 

Jarðskorpuhreyfingar bendi til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul. Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga og ekkert lát virðist á eldunum í Holuhrauni. 

Land í mótun.

 

Gufustrókarnir standa upp úr hrauninu.