Norðmenn lögðu gestgjafanna í spennuleik

23.01.2016 - 23:02
epa05111576 Norway's Sander Sagosen (R) in action against Siarhei Shylovich (L) of Belarus during the 2016 Men's European Championship handball group B match between Belarus and Norway at the Saucer hall sports and entertainment in Katowice,
Norðmaðurinn Sander Sagosen í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í dag.  Mynd: EPA  -  PAP
Norðmenn halda áfram að koma á óvart á Evrópumótinu í Póllandi í handbolta og lögðu gestgjafanna í spennandi leik í kvöld, 28-30. Norðmenn eiga nú raunhæfa möguleika á að spila til verðlauna í mótinu.

Norðmenn eru með fullt hús stiga í milliriðli 1 eftir sigur á Pólverjum í kvöld. Espen Lie Hansen átti mjög góðan leik hjá Norðmönnum og skoraði 8 mörk. Karol Bielecki dró vagninn hjá Pólverjum og skoraði 10 mörk.

Norðmenn eru með sex stig milliriðli 1 í þremur leikjum og deila efsta sætinu ásamt Frökkum sem hafa leikið einum leik fleiri. Pólverjar hafa fjögur stig að loknum þremur leikum.

 


Deila fréttMynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður
23.01.2016 - 23:02