Norðmenn lögðu gestgjafanna í spennuleik

23.01.2016 - 23:02
epa05111576 Norway's Sander Sagosen (R) in action against Siarhei Shylovich (L) of Belarus during the 2016 Men's European Championship handball group B match between Belarus and Norway at the Saucer hall sports and entertainment in Katowice,
Norðmaðurinn Sander Sagosen í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi í dag.  Mynd: EPA  -  PAP
Norðmenn halda áfram að koma á óvart á Evrópumótinu í Póllandi í handbolta og lögðu gestgjafanna í spennandi leik í kvöld, 28-30. Norðmenn eiga nú raunhæfa möguleika á að spila til verðlauna í mótinu.

Norðmenn eru með fullt hús stiga í milliriðli 1 eftir sigur á Pólverjum í kvöld. Espen Lie Hansen átti mjög góðan leik hjá Norðmönnum og skoraði 8 mörk. Karol Bielecki dró vagninn hjá Pólverjum og skoraði 10 mörk.

Norðmenn eru með sex stig milliriðli 1 í þremur leikjum og deila efsta sætinu ásamt Frökkum sem hafa leikið einum leik fleiri. Pólverjar hafa fjögur stig að loknum þremur leikum.

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður