Neyðaraðstoð til umsetins bæjar í Sýrlandi

03.02.2016 - 17:30
epa05101103 Several trucks loaded with food, medicine, blankets and other materials drive to the besieged town of Madaya, some 24 kilometers southwest of Damascus, Syria, 14 January 2016. Convoys of humanitarian supplies, the second in a week, were on
 Mynd: EPA
Íbúum í bænum Moadimayat al-Sham í Sýrlandi bárust í dag matvæli og hjálpargögn, sem hafa verið af skornum skammti vegna borgarastríðsins í landinu. Bílalest á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans kom í dag til bæjarins. Tíu flutningabílar voru hlaðnir matvælum og á tveimur voru lyf og lækningatæki, að sögn talsmanns Rauða krossins í Damaskus.

 

Stríðandi fylkingar sitja um Moadimayat al-Sham, rétt eins og fjölda annarra bæja og borga í Sýrlandi. Ástandið veldur því að íbúarnir sem engan þátt eiga í átökunum svelta iðulega heilu hungri.