Neyðaraðstoð send til Sýrlendinga og Nepala

25.02.2016 - 13:55
epa05140163 Syrian refugee children stand outside their makeshift shelter at Qab Elias Syrian refugee camp in the Bekaa valley, eastern Lebanon, 02 February 2016. More than 40 thousand Syrian refugees consider Qab Elias camps their primary residence.
Börn í flóttamannabúðum í Bekaa dal í austurhluta Líbanon.  Mynd: EPA
Hjálparstarf kirkjunnar sendi í febrúar 22,6 milljónir króna til neyðaraðstoðar við stríðshrjáða Sýrlendinga og 21 milljón króna til hjálparstarfs og uppbyggingar í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem þar reið yfir í apríl í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar.
epa05154043 A Syrian refugee beggar asking for money from a driver during the stop at the traffic lights in Hamra street Beirut, Lebanon, 11 February 2016. UNHCR estimates over 1.5 million Syrian refugees are currently living in Lebanon.  EPA/WAEL HAMZEH
 Mynd: EPA
Sýrlensk stúlka betlar pening við umferðarljós í Beirút í Líbanon. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna telur að yfir 1,5 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi hafi leitað skjóls í Líbanon.

Alþjóðleg kristileg samtök, International Orthodox Christian Charities, er samstarfsaðili Hjálparstarfs kirkjunnar við að aðstoða flóttamenn í flóttamannabúðum í Sýrlandi, Jórdaníu og Líbanon. Á árinu 2016 áætla þessi alþjóðlegu samtök að aðstoða um 60 þúsund manns með því að tryggja þeim aðgang að heilsugæslu og útvega fæði, skjól og húsbúnað auk þess að gera börnum kleift að sækja skóla. Þá er ætlunin að veita flóttafólkinu sálrænan stuðning og móttökusamfélögum hjálpað svo þau geti tekið á móti sífellt fleira fólki á flótta. Utanríkiráðuneytið styrkir verkefnið um 20 milljónir króna. 

 

epa05167763 A handout image provided by the World Press Photo (WPP) organization on 18 February 2016 shows a picture by Australian photographer Daniel Berehulak for The New York Times that won Third Prize Stories in the General News Category of the 59th
 Mynd: EPA  -  WORLD PRESS PHOTO
Mikil eyðilegging varð í Nepal í jarðskjálftanum sem reið yfir 29. apríl í fyrra. Að minnsta kosti 8.000 létu lífið.

Í Nepal aðstoðar Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, 308 þúsund íbúa sem urðu illa úti í jarðskjálftanum í apríl í fyrra með því að tryggja þeim hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, heilbrigðisþjónustu, húsaskjól og stuðning við viðgerð á húsnæði, matarföng, áfallahjálp og sálrænan stuðning. Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnið um 20 milljónir. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV