Netanyahu segir samskiptin við Bandaríkin góð

06.03.2016 - 12:33
epa05122331 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu speaks during the weekly cabinet meeting at his office in Jerusalem, Israel, 24 January 2016.  EPA/ABIR SULTAN / POOL
 Mynd: EPA  -  EPA POOL
Samskipti Bandaríkjanna og Ísrael eru í góðum farvegi, þrátt fyrir djúpstæðan ágreining ríkjanna um samkomulag Bandaríkjanna og vesturveldanna við Írani um takmörkun á kjarnorkuáætlun landsins. Þetta sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í dag.

Samskiptin góð þrátt fyrir ágreining

Netanyahu fundar með Joe Biden, varaforesta Bandaríkjanna, á þriðjudag. Forsætisráðherrann sagði fundinn til marks um hve sterk tengsl ríkjanna séu. Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa eldað grátt silfur að undanförnu vegna samnings Bandaríkjamanna og vesturveldanna við Írani, sem felur í sér að Íranir dragi úr karnorkuáætlun sinni. Ísraelar voru frá upphafi mótfallnir samningnum. 

Í nýrri skýrslu Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar kemur fram að stjórnvöld í Íran hafi staðið við allar skuldbindingar sínar vegna samkomulagsins, sem tók gildi sextánda janúar. 

Ísraelsmenn og Bandaríkin eru nú viðræðum um nýjan tíu ára varnarsamning, sem veitir Ísraelum rúma þrjá milljarða Bandaríkjadollara, eða tæplega fjögur hundruð milljarða íslenskra króna. 

Yfir 200 látið lífið á síðustu fimm mánuðum 

Alda ofbeldis hefur riðið yfir botn Miðjarðarhafs undanfarna fimm mánuði. Á þeim tíma hafa 181 Palestínumaður látið lífið í árásum Ísraelshers. Alls hafa 28 Ísraelsar látið lífið í árásum á þessu tímabili.

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, situr einnig fundinn sem haldinn verður í Ramallah í Palestínu, en þetta verður fyrsta heimsókn Biden til Ísrael síðan síðasta sumar.

Ekkert samkomulag í augsýn

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu á föstudag kemur fram að Biden muni ekki leggja til nýjar friðarumleitanir milli Ísraela og Palestínumann í heimsókinni. 

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að ekkert alhliða samkomulag náist í deilu Ísraela og Palestínumanna áður en hann lætur af embætti á næsta ári. Gagnrýni Obama á landnemabyggðir Ísraela á svæðum Palestínumanna á Vesturbakkanum hefur aukið á spennu milli Ísraela og Bandaríkjamanna, sem hafa verið bandamenn frá stofnun Ísraelsríkis. 

Á fundi sínum með Netanyahu mun Biden eining ræða baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi. 

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV