Nafni Samfylkingarinnar breytt

03.02.2013 - 13:24
Mynd með færslu
Samþykkt var á landsfundi Samfylkingarinnar með yfirgnæfandi fjölda atkvæða að breyta nafni flokksins í Samfylking - jafnaðarmannaflokkur Íslands.

Það voru þær Jóhanna Sigurðardóttir og Margrét S. Björnsdóttir sem lögðu tillöguna fyrir landsfund og leggja til að þannig verði nafnið ritað í lögum flokksins.

Segja flutningsmenn tillögunnar að með þessari breytingu sé Samfylkingin enn fremur með skýrari hætti tengd og staðsett með öðrum jafnaðarmanna- eða sósíaldemókrataflokkum. Enda hafi Samfylkingin frá stofnun litið á jafnaðarmannaflokka sem sína systurflokka og hefur alþjóðlegt samstarf við þá.