Næsti fundur tónlistarkennara á morgun

26.10.2014 - 12:32
Mynd með færslu
Tónlistarkennarar hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag. Næsti samningafundur þeirra og samninganefndar sveitarfélaga verður haldinn á morgun.

Samninganefndir tónlistarkennara og sveitarfélaga hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Sigrún Grendal, Jóhannesdóttir formaður samninganefndar tónlistakennara, segir að krafan sé að þeirra félagsmenn fái sömu laun og aðrir kennarar og stjórnendur. Sigrún er ekki bjartsýn á að deilan leysist á fundinum á morgun.