Nærri 90 tonn af vatni í kjallara Gimli

18.01.2016 - 14:10
Mynd með færslu
 Mynd: Stefán Karlsson  -  DV undir leyfilegri notkun
Mikið vatn var í kjallara Gimli, húss háskóla Íslands, við Sæmundargötu þegar starfsmenn komu til vinnu í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til en það tók þrjár til fjórar klukkustundir að dæla vatninu út.

Að sögn varðstjóra slökkviliðs var vatnsmagnið mikið, sennilega á milli 80 og 90 tonn, og náði slökkviliðsmönnum upp að hnjám. Talið er dæla hafi bilað um helgina og bilunin orðið til þess að kjallari hússins fylltist af vatni. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er en að sögn slökkviliðs gæti það verið verulegt, bæði á raf- og tæknibúnaði. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV