Nær Murray loksins að leggja Djokovic?

29.01.2016 - 17:52
epa05133670 Andy Murray of the United Kingdom reacts during play against Milos Raonic of Canada on day twelve of the Australian Open tennis tournament in Melbourne, Australia, 29 January 2016.  EPA/LUKAS COCH AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Andy Murray er kominn í úrslit í Wimbledon mótsins.  Mynd: EPA  -  AAP
Skotinn Andy Murray mætir besta tennisleikara heims, Serbanum Novak Djokovic, í úrslitaleiknum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Murray lagði í dag Milos Raonic frá Kanada, 3-2, í spennandi leik í undanúrslitum.

Þetta verður í fjórða sinn sem Murray og Djokovic mætast í úrslitum á Opna ástralska en sá síðarnefndi hefur haft betur í öllum þremur viðureignum þeirra til þessa. Um sannkallaðan draumaúrslitaleik er að ræða því tveir bestu tennisleikarar heims mætast í úrslitaleiknum, Murray er í öðru sæti heimslistans.

Djokovic lagði Roger Federer í undanúrslitum í gær. Djokovic hefur unnið 10 stórmót í tennis, þarf af fimm sinnum á Opna ástralska. Hann þykir því mun sigurstranglegri fyrir úrslitaleikinn á sunnudag en Murray hefur unnið tvö stórmót. Þessir kappar hafa mæst 31 sinnum á ferlinum og hefur Serbinn haft betur í 21 skipti. Þetta er í fimmta sinn sem Murray kemst í úrslitaleikinn í mótinu en hann hefur ávallt þurft að sætta sig við tap til þessa.

Serena Williams mætir Angelique Kerber frá Þýskalandi í úrslitum í kvennaflokki og mætast þær á morgun.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður