Myndskeið: Gerðu hróp að Donald Trump

Donald Trump þurfti ítrekað að gera hlé á máli sínu á framboðsfundi í Virginíu-ríki í kvöld vegna truflana frá mótmælendum í salnum.

 

Trump er talinn líklegur til að sigra í forkosningum Repúblikana í ellefu ríkjum Bandaríkjanna á morgun, og hljóta að lokum útnefningu sem forsetaefni flokksins. Hann hefur vakið athygli fyrir neikvæð ummæli um múslima og innflytjendur frá Mexíkó. Á miðjum fundinum stóð hópur mótmælenda upp og kyrjaði „ekki meira hatur“ en stuðningsmenn Trumps gerðu hróp að fólkinu. 

 

Mynd með færslu
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV