Myndskeið: Eldsvoði í skemmu í New Jersey

12.02.2016 - 15:41
Fjölmennt slökkvilið hefur barist við eld í vörugeymslu í Hillsborough í New Jersey í hálfan sólarhring. Eldurinn brennur ennþá stjórnlaust. Kennsla hefur fallið niður í dag í skólum í sýslunni vegna reykmengunar. Svo mikill er mökkurinn að hann kemur fram á myndum veðurtungla.

Loka varð nokkrum vegum í gærkvöld og nótt, en þeir voru opnaðir að nýju í morgun. Eldurinn kom upp um hálffjögurleytið í gær að staðartíma. Að sögn talsmanns slökkviliðsins voru plastkúlur geymdar í skemmunni. Bandaríkjaher hafði hana áður til afnota og geymdi þá vopn og skotfæri í henni.  

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV