Mótmæltu einræðistilburðum stjórnvalda

12.03.2016 - 17:21
epa05207745 epa05207736 People take part in a demonstration organised by Modern, the Polish liberal political party (Nowoczesna) in front of the Constitutional Tribunal (TK) in Warsaw, Poland, 12 March 2016. Since coming into power in December 2015,
 Mynd: EPA  -  PAP
Talið er að um fimmtíu þúsund hafi tekið þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Póllands, í Varsjá í dag. Boðað var til mótmælanna vegna umdeildra breytinga á lögum um stjórnarskrárdómstólinn - æðsta dómsstól landsins. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að reyna að grafa undan sjálfstæði dómstóla með lagabreytingunum.

Dómarar við stjórnlagadómstólinn komust nýlega að þeirri niðurstöðu að lagabreytingarnar stæðust ekki stjórnarskrá og var ríkisstjórnin því gerð afturreka með þær. Stjórnvöld hafa hins vegar þráast við að birta þann úrskurð opinberlega, eins og nauðsynlegt er til að hann öðlist lagalegt gildi. Talsmaður stjórnvalda sagði í dag að úrskurðurinn yrði einfaldlega ekki birtur. 

Sérfræðingar Evrópuráðsins í lögum vöruðu við því í síðustu viku að fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrádómstólnum myndu grafa undan lögum og reglu og lýðræði í Póllandi. 

Þá hefur ný ríkisstjórn Póllands, sem tók við völdum í október, verið gagnrýnd fyrir aðrar lagabreytingar sem þykja miða í einræðisátt.