Mögulega óvenjulegasti ferðamáti sumarsins

08.07.2014 - 16:01
Reiner Huttasch, ljósamaður hjá óperunni í Bern í Sviss, lætur nú gamlan draum rætast og ferðast um Evrópu á gömlum traktor. Hann er með heimasmíðað hús í eftirdragi sem var þrjú ár í smíðum.

Hann ætlar sér sex mánuði í ferðlagið sem er 10 þúsund kílómetrar. Traktorinn er gamall Buhler og fer hægt yfir og ætlar hann sér sex vikur í að aka hringinn í kringum landið.  Hann kom með ferjunni Norrænu sem siglir milli Danmerkur, Færeyja og Seyðisfjarðar. Frá Íslandi heldur hann aftur til Danmerkur, fer um England og Skotland og svo aftur til meginlandsins. Rúnar Snær Reynisson hitti Reiner á Egilsstöðum í dag og fékk að skoða fararkostinn.