Milljón ferðamenn árið 2015

31.03.2014 - 06:20
Mynd með færslu
Búist er við því að ferðamenn á Íslandi munu ná einni milljón árið 2015, samkvæmt áætlun Samtaka ferðaþjónustunnar. Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga um 15 til 18 prósent í ár miðað við árið í fyrra og að ferðaþjónustan skapi yfir 300 milljarða í gjaldeyristekjum í ár.

Fjölgunin milli áranna 2012 og 2013 nam 20 prósentum og var það met. Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að eitthvað muni hægjast á þessari fjölgun. Búist er við allt að 900 þúsund ferðamönnum til Íslands í ár og sé miðað við 12 til 15 prósenta fjölgun til ársins 2015 mun fjöldi ferðamanna fara yfir milljón í fyrsta skipti frá upphafi.