Milljarður manna býr í fátækrahverfum

28.10.2013 - 19:09
Mynd með færslu
Íbúafjöldi í fátækrahverfum heimsins gæti tvöfaldast á næstu fimmtán árum, verði ekkert að gert.

Um einn milljarður manna býr í fátækrahverfum víðsvegar um heiminn,  í hreysum þar sem ekki er fyrir hendi lágmarks hreinlætisaðstaða eða rennandi vatn. Tugmilljónir íbúa Indlands búa við svona aðstæður en stjórnvöld eru oft treg til að veita þeim nauðsynlega þjónustu Sveinn Helgason í Washington ræddi við doktor Amit Patel, indverskan fræðimann sem vinnur að úrbótum á þessu sviði með rannsóknum sínum. Patel reynir að skýra hvernig fátækrahverfi verða til með því að beita fullkominni upplýsingatækni þar sem unnið er með kort og tölfræði.