Mikilvægt til að tryggja framtíð íslenskunnar

14.03.2016 - 23:13
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Ingi Garðarsson  -  RÚV
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það áfanga að samstarfshópur ríkisins og atvinnulífsins taki höndum saman um máltækniverkefni, verkefnisstjóri verði ráðinn og búið sé að tryggja tíu milljónir til að byrja með.

Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í dag en það var Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sem spurði um íslenska tungu í stafrænum heimi og hvar fjármagn í það verkefni væri að finna. Svandís vill sjá meiri kraft settan í verkefnið og óumflýjanlegt annað en að setja saman tíu ára áætlun. Samhljómur var í máli þingmanna sem óttast að íslenskan lifi ekki af nema tekið verði á þessu máli af fullum þunga. 

 

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV