Mikið álag á sjúkraflutningamönnum

23.01.2016 - 21:35
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um þrjátíu prósent síðan á fimmtudag. Ástæðan er bilun í tölvusneiðamyndatæki Landspítalans í Fossvogi. Beðið er varahluta og áætlað að viðgerð ljúki í síðasta lagi á mánudag.

 

Að sögn Sigurbjörns Guðmundssonar, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hefur ekki þurft að kalla út auka mannskap vegna þessa, en álagið er mikið. Frá því slökkt var á tækinu á fimmtudagskvöld hefur slökkvilðið sinnt yfir 60 útköllum vegna þessa.

Í tilkynningu frá Landsspítala kemur fram að sjúklingar sem þurfa að leita þjónustu á bráðamóttöku geta af þessum orsökum búist við lengri biðtíma en ella.

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV