Meistaradeild Evrópu: Man Utd og Chelsea unnu

12.09.2017 - 21:55
epa06200969 Manchester United's Marouane Fellaini (L) in action against Basel's Eder Balanta during the UEFA Champions League soccer match between Manchester United and FC Basel 1893 at the Old Trafford Stadium, in Manchester, Britain, 12
 Mynd: EPA-EFE  -  EPA
Fyrsta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í kvöld. Það var nóg af mörkum í kvöld og þó nokkuð um stórsigra. Manchester United, Bayern Munich, Paris Saint-Germain, Chelsea og Barcelona byrja öll tímabilið á sigri.

A-riðill

Manchester United snéri aftur í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa tekið þátt í, og unnið, Evrópudeildinni á síðasta tímabili. United vann þægilegan 3-0 sigur á Basel í kvöld en slæmu fréttirnar eru þær að Paul Pogba, sem bar fyrirliðabandið í kvöld, þurfti að fara meiddur útaf á 19. mínútu en hann virðist hafa tognað aftan í læri.

Í hinum leik kvöldsins unnu CSKA Moskva óvæntan útisigur á Benfica.

Benfica 1 - 2 CSKA Moskva
1-0 Haris Seferovic (Benfica) - 50. mínúta
1-1 Vitinho (CSKA Moskva) úr víti - 63. mínúta
1-2 Timur Zhamaletdinov

Manchester United 3 - 0 Basel
1-0 Marouane Fellaini (Man Utd) - 35. mínúta
2-0 Romelu Lukaku (Man Utd) - 53. mínúta
3-0 Marcus Rashford (Man Utd) 84. mínúta

B-riðill

Ekkert óvænt í B-riðli. Bayern Munich og Paris Saint-Germain með stóra sigra í kvöld. Ljóst að baráttan um efsta sætið er á milli þeirra.

Bayern Munich 3 - 0 Anderlecht 
0-0 Sven Kums (Anderlecht) rautt spjald - 11. mínúta
1-0 Robert Lewandowski (Bayern Munich) úr víti - 12. mínúta
2-0 Thiago Alcantara (Bayern Munich) - 65. mínúta
3-0 Joshua Kimmich (Bayern Munich) - 90. mínúta

Celtic 0 - 5 Paris Saint-Germain
0-1 Neymar (PSG) - 19. mínúta
0-2 Kylian Mbappe (PSG) - 34. mínúta
0-3 Edinson Cavani (PSG) úr víti - 40. mínúta
0-4 Mikael Lustic (Celtic) sjálfsmark - 83. mínúta
0-5 Edinson Cavani (PSG) - 85. mínúta

C-riðill

Eftir fyrstu umferðina er ljóst að Quarabag FK á erfiða sex leiki framundan en þeir töpuðu stórt fyrir Chelsea í dag. Roma og Atl. Madrid gerðu svo markalaust jafntefli en markvörður Roma átti stórleik í dag.

Chelsea 6 - 0 Quarabag FK
1-0 Pedro Rodriguez (Chelsea) - 7. mínúta
2-0 Davide Zappacosta (Chelsea) - 30. mínúta
3-0 Cesar Azpilicueta (Chelsea) - 55. mínúta
4-0 Tiemoue Bakayoko (Chelsea) - 71. mínúta
5-0 Michy Batshuayi (Chelsea) - 76. mínúta
6-0 Michy Batshuayi (Chelsea) - 82. mínúta

Roma 0 - 0 Atletico Madrid

D-riðill

Barcelona vann stórsigur á Juventus en flestir bjuggust við jafnari leik. Á sama tíma unnu Sporting góðan sigur í Grikklandi en Grikkirnir voru nálægt því að bjarga stigi úr ómögulegri stöðu.

Barcelona 3 - 0 Juventus
1-0 Lionel Messi (Barcelona) - 45. mínúta
2-0 Ivan Rakitic (Barcelona) - 56. mínúta
3-0 Lionel Messi (Barcelona) - 69. mínúta

Olympiacos 2 - 3 Sporting CP
0-1 Seydou Doumbia (Sporting CP) - 2. mínúta
0-2 Gelson Martins (Sporting CP) - 13. mínúta
0-3 Bruno Fernandes (Sporting CP) - 43. mínúta
1-3 Felipe Pardo (Olympiacos) - 89. mínúta
2-3 Felipe Pardo (Olympiacos) - 90. mínúta

epa06200972 FC Barcelona's Ivan Rakitic (L) and Sergio Busquets (R) vie for the ball with Juventus' Paulo Dybala (C) during the UEFA Champions League match between FC Barcelona and Juventus FC, in Barcelona, Catalonia, Spain, 12 September 2017.
 Mynd: EPA-EFE  -  EFE
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður