Meirihluti fyrir umdeildum aðgerðum

12.01.2016 - 19:10
epa05089608 Danish Minister for Immigration, Integration and Housing Inger Stojberg during a press conference at the EU Commission in Brussels, Belgium, 06 January 2016. Swedish Migration Minister Morgan Johansson, German State Secretary of the Interior
Inger Stöjberg, ráðherra málefna innflytjenda og hælisleitenda í Danmörku.  Mynd: EPA
Danska stjórnin tilkynnti í dag að hún hefði tryggt sér meirihluta á þingi fyrir umdeildum áformum sem fela í sér að hægt verði að taka peninga og önnur verðmæti af fólki til að greiða fyrir dvöl þess í bústöðum fyrir flóttafólk og hælisleitendur.

Giftingarhringar og munir með sérstakt tilfinningagildi væru þó undanskildir, þar á meðal fjölskyldumyndir og heiðursmerki, en taka mætti til dæmis úr, tölvur og síma af fólki. Í frumvarpi stjórnarinnar er einnig kveðið á um að sameining fjölskyldna geti seinkað í allt að þrjú ár.

Frumvarpið er afar umdeilt og hafa sumir kveðið svo fast að orði að líkja Danmörku við Þýskaland nasista á sínum tíma, varðandi leit að verðmætum á fólki.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði á dögunum að með frumvarpinu væri verið að senda skilaboð til annarra landa sem kynt gætu undir ótta og útlendingahatri og leitt til samskonar aðgerða og takmarkana víða um heim.