Meira af hjálpargögnum til Madaya í Sýrlandi

14.01.2016 - 07:52
epa05097613 A convoy of cars loaded with foodstuff, baby milk and blankets moves towards the besieged town of Madaya, in the countryside of Damascus, Syria, 11 January 2016. Three trucks carrying long-awaited food and medical supplies entered the Syrian
Bílalestin á leið til Madaya.  Mynd: EPA
Fimmtíu vörubílar, hlaðnir matvælum, lyfjum og öðrum hjálpargögnum, lögðu í dag af stað frá Damaskus í Sýrlandi til bæjarins Madaya. Þetta er í annað sinn í vikunni sem leyfi fæst fyrir því að flytja hjálpargögn til bæjarins, sem sýrlenski stjórnarherinn og sveitir Hizbollah-samtakanna hafa setið um síðan í júlí í fyrra. Bæjarbúar, um fjörutíu þúsund talsins voru við það að svelta í hel. Hundruð þeirra eru alvarlega veik af næringarskorti. Á þriðja tug hefur soltið til bana frá því í desember.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV