Meintum vitorðsmanni sleppt úr gæsluvarðhaldi

15.01.2016 - 16:14
Nærmynd af merki lögreglunnar með einkennisorðunum "Með lögum skal land byggja".
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Meintum vitorðsmanni lögreglumanns á fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem sætir rannsókn Ríkissaksóknara grunaður um brot í starfi, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnalagabrot og er sá sem tók upp samtal við fíkniefnalögreglumanninn þar sem peninga bar á góma, og varð til þess að lögreglumaðurinn var tekinn til rannsóknar. Lögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í desember vegna rannsóknarhagsmuna, en honum hefur verið vikið tímabundið frá störfum.

Meinti vitorðsmaðurinn var handtekinn 6. janúar síðastliðinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag á Litla-Hrauni. Sem fyrr verst Ríkissaksóknari allra fregna af rannsókn málsins.