María sigraði á svigmóti í Bandaríkjunum

08.01.2016 - 09:28
Mynd með færslu
 Mynd:  -  Mynd: Skíðasamband Íslands
Skíðakonan María Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði á alþjóðlegu FIS-svigmóti í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöld. Þetta er næst besti árangur á ferli Maríu sem var 57 hundruðustu úr sekúndu á undan næsta keppanda eftir ferðirnar tvær.

Þessi glæsilegi árangur Maríu kemur í beinu framhaldi af sjötta sæti sem hún náði á móti á sama stað í fyrrakvöld en það er besti árangur á FIS móti á ferli hennar.

Skíðafólk keppist að því að fá sem fæsta FIS punkta og fékk María 24.65 punkta fyrir sigurinn í gærkvöld en fyrir 6. sætið í fyrrakvöld fékk hún 21.56 punkta. Gera má ráð fyrir því að þessi góði árangur Maríu fleyti henni upp um 30-40 sæti á heimslistanum og að hún verði í kringum 175. sæti á næsta lista.

María færir sig nú yfir til Montana fylkis þar sem hún keppir á þremur mótum á næstu dögum.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður