Margrét hættir með Keflavík

09.01.2016 - 02:09
Mynd með færslu
Margrét Sturlaugsdóttir (t.v.) er hætt með lið Keflavíkur.  Mynd: Facebook síða Keflavíkur
Margrét Sturlaugsdóttir er hætt sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur körfuknattleik. Margrét tók við liðinu fyrir tímabilið og stýrði liðinu til sigurs gegn Grindavík í vikunni.

Karfan.is greinir fá þessu og kemur þar fram að mikil ólga hafi verið innan leikmannahóps Keflavíkur. Tveir leikmenn Keflavíkur munu hafa tjáð stjórn félagsins að þær myndu hætta að leika með liðinu yrði Margrét áfram með liðið. Fyrr í vetur hætti Bryndís Guðmundsdóttir hjá Keflavík og gekk til liðs við Snæfell vegna samskiptaörðugleika við Margréti.

Marín Rós Karlsdóttir mun stýra liði Keflavíkur gegn Skallagrími í Powerade-bikarnum í dag og verður Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, henni til aðstoðar.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður