Mannskætt námuslys í Rússlandi

28.02.2016 - 09:52
epa05182247 A handout picture released by the Vorkutaugol press service on 26 February 2016 shows rescue workers at  the Severnaya coal mine in Vorkuta, about 1,900 km northeast of Moscow, Russia, 26 February 2016. Four people were killed and 26 miners
 Mynd: EPA  -  VORKUTAUGOL PRESS SERVICE
Rúmlega þrjátíu hafa látist í námum í Komi-héraði í norðurhluta Rússlands. Í síðustu viku hrundu þar námugöng og óttast var um afdrif 26 verkamanna. Þegar reynt var að bjarga þeim varð sprenging og sex dóu, þar af fimm björgunarmenn. Allir námuverkamennirnir eru nú taldir af og hefur björgunaraðgerðum verið hætt. Námuslys eru tíð í Rússlandi og öryggismálum víða ábótavant.
Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV