Lýst yfir neyðarástandi vegna zika-veirunnar

01.02.2016 - 18:51
Health workers fumigate to prevent Dengue, Chikunguya and Zika virus, at El Angel cemetery, in Lima, Peru, Wednesday, Jan 20, 2016. A U.S. warning urging pregnant women to avoid travel to Latin American countries where the mosquito-borne virus is
 Mynd: AP
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti í kvöld yfir neyðarástandi vegna Zika veirunnar. Sérfræðingateymi stofnunarinnar kom saman í Genf í Sviss í dag til að fara yfir stöðuna. Í yfirlýsingu sem gefin var út að fundi loknum segir að veiran dreifi sér hratt og fari víða. Afleiðingarnar kunni að verða grafalvarlegar.

Talið er að zika-veiran valdi fósturskaða hjá barnshafandi konum. Börn þeirra fæðist með óvenju lítið höfuð og heila. Með ákvörðun sinni í dag má segja að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setji zika-veiruna í sama flokk og ebóluveiruna. Hún herjaði aðallega á íbúa ríkja í vestanverðri Afríku. Zika-veirunnar hefur aðallega orðið vart í ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku.