Línur skýrast í ensku bikarkeppninni

30.01.2016 - 09:02
Derby’s Richard Keogh, right, holds back Manchester United’s Juan Mata during the English FA Cup fourth round soccer match between Derby County and Manchester United at the iPro Stadium, Pride Park in Derby, England, Friday, Jan. 29, 2016. (AP Photo/Rui
 Mynd: AP
Þrettán leikir fara fram í ensku bikarkeppninni í dag. Fyrsti leikur umferðarinnar var leikinn í gærkvöld, þegar Manchester United vann annarrardeildarlið Derby, 3-1.

 Fyrsti leikur dagsins er viðureign Tottenham og Colchester, sem er í þriðju deild. Leikurinn hefst laust fyrir klukkan eitt.

Klukkan þrjú hefjast ellefu aðrir leikir, meðal annars Aston Villa - Manchester City; Crystal Palace-Stoke; og leikur bikarmeistra Arsenal gegn Burnley.

Klukkan hálf sex hefst síðasti leikur dagsins, Liverpool-West Ham.

 Fjórðu umferð lýkur svo á morgun með tveimur leikjum, Calisle gegn Everton og MK Dons gegn Chelsea.

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV