Leitað að Elvu Brá

09.03.2016 - 00:20
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvu Brá Thorsteinsdóttur, 26 ára. Síðast sást til hennar í Reykjavík á mánudag. Elva Brá er 165 cm á hæð, grannvaxin, með blágræn augu og dökkt, stutt hár. Hún var í svartri úlpu með loðkraga, rifnum gallabuxum og hvítri prjónapeysu síðast þegar sást til hennar. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Elvu er bent á að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.

 

 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV