Leiðin út í heim - Hermann Stefánsson

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar

Leiðin út í heim - Hermann Stefánsson

Bókmenntir
 · 
Menningarefni
 · 
Bók vikunnar
Mynd með færslu
17.01.2016 - 17:25.Jórunn Sigurðardóttir.Bók vikunnar
Leiðin út í heim er stutt skáldsaga eftir Hermann Stefánsson sem byggir opinskátt á barnasögu frá árinu 1942 eftir danska rithöfundinn Jens Sigsgaard Palli var einn í heiminum. Sú bók kom út í íslenskri þýðingur Vilbergs Júlíussonar árið 1948 og hefur verið endurútgefin margsinnis. Sunnudaginn, 17. janúar ræðir Auður Aðalsteinsdóttir við Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Þórdísi Gísladóttur um bók Hermanns Leiðin út í heim.

Hér má heyra Hermann Stefánsson lesa tvö brot úr bókinni auk þess sem stuttlega er rætt við hann um efni sögunnar og aðferð.

Hermann Stefánsson vakti fyrst athygli í íslenskum bókmenntaheimi þegar hann á miðjum þrítugsaldri hóf að birta þýðingar á spænskum ljóðum, í kjölfarið fylgdu svo þýðingar á smásögum og lengri skáldsögum. Árið 1994 kom svo út hljómdiskur með tónlist og textum eftir Hermann Stefánsson og Jón Hall bróður hans en þeir bræður hafa gefið út fáeins slíka.
 
Allt frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar hefur Hermann birt  birt greinar um margvísleg efni sem og eigin skáldskap í blöðum og tímaritum. Fyrsta frumsamda bók bók hans, greinasafnið,  Sjónhverfingar:Fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika kom út árið 2003 og  tveimur árum síðar kom svo smásagnasafnið Níu þjófalyklar. Hermann hefur síðan sent frá sér fjölda bóka, smásögur, skáldsögur og ljóðbækur sem oft hafa vakið athygli en kannski ekki náð almennri útbreiðslu enda hefur Hermann lagt á það nokkra áherslu að dansa á hinum ýmsu jöðrum bókmenntaheimsins á Íslandi. Nýjasta bók Hermanns sem nú er bók vikunnar Leiðin út í heim hefur þó náð góðri athygli og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016.