Leicester missteig sig gegn West Brom

01.03.2016 - 23:46
Leicester City's Jamie Vardy celebrates his goal during the English Premier League soccer match between Newcastle United and Leicester City at St James' Park, Newcastle, England, Saturday, Nov. 21, 2015. (AP Photo/Scott Heppell)
Jamie Vardy og félagar hans í Leicester tróna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.  Mynd: AP
Leicester City gerði 2-2 jafntefli við West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leicester er sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er aðeins þremur stigum á undan Tottenham sem getur komist á toppinn á morgun með sigri.

Fimm leikir fóru fram í deildinni í kvöld og virðist sem að Chelsea sé komið á skrið. Chelsea hafði betur 1-2 gegn Norwich á útivelli í kvöld og eru Englandsmeistararnir komnir upp fyrir Liverpool í deildinni með 39 stig í 8. sæti deildarinnar.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni

Úrslit í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:
Aston Villa 1 - 3 Everton
Bournemouth 2 - 0 Southampton
Leicester 2 - 2 West Brom
Norwich 1 - 2 Chelsea
Sunderland 2 - 2 Crystal Palace

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður