Langtímaatvinnulausum fjölgar

20.02.2012 - 09:34
Mynd með færslu
Langtímaatvinnuleysi jókst frá árinu 2010 til 2011. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Árið 2011 höfðu um 3.400 manns verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur eða 26,5% atvinnulausra. Árið 2010 var hlutfallið 20,3% prósent.

Í fyrra voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,1% vinnuaflsins. Þetta er nokkru lægra en árið 2010 þegar atvinnuleysi mældist hæst, 7,6% og fækkaði atvinnulausum um eitt þúsund á milli ára. Atvinnuleysi var að meðaltali 9% í Reykjavík árið 2011, 7% í nágrenni Reykjavíkur og 5% utan höfuðborgarsvæðisins. Heldur fleiri karlar voru atvinnulausir en konur. 7,8% karla voru án vinnu en 6,2% prósent kvenna voru atvinnulaus.