Landsliðsþjálfarastarfið heillar Óskar Bjarna

03.02.2016 - 23:01
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals í handbolta, er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands. Óskar Bjarni segir að starfið heilli.

„Það er heillandi að starfa fyrir HSÍ og Ísland en nú er ég hjá frábæru félagi - við sjáum bara til hvað gerist. Það heillar alltaf að starfa fyrir íslenska landsliðið.“

Ertu tilbúinn í starfið?
„Við skulum sjá til hvort þeir hafi samband. Það eru margir aðrir þjálfarar - ég er sallarólegur yfir þessu. Þeir eru ekki búnir að hafa samband, vita kannski ekki númerið,“ sagði Óskar Bjarni léttur í lund í kvöld.

Sjá má viðtal við Óskar Bjarna hér að ofan.

 

 

 

 

Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður