Landnámssýning í Lækjargötu

05.01.2016 - 20:49
Landnámsskálinn í Lækjargötu
 Mynd: ruv
Mynd með færslu
Unnið í uppgreftri í Lækjargötu.  Mynd: RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Önnur landnámssýning verður sett upp í og við hótelið sem rísa á í Lækjargötu. Rústir landnámsskálans sem voru grafnar þar upp í sumar verða varðveittar bæði utan við hótelið og innandyra.

Skálinn sem grafinn var upp í Lækjargötu í sumar er frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þetta kom öllum á óvart því enginn átti von á því að þarna væru svo fornar minjar. Einnig fundust ýmsir gripir við uppgröftinn.

Ákveðið var á fundi með Minjastofnun að varðveita rústirnar að hluta.
Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands

„Það var ákveðið að varðveita allar ólífrænar minjar skálans á sínum stað þ.e.a.s. eldstæðið og trogið sem verða utan hótelsins síðan var ákveðið einnig að fótspor skálans verði sýnilegt bæði innan og utan byggingarinnar.“

 Í landnámsskálum voru eldstæði yfirleitt fyrir miðju húsinu  var eldstæðið þar sem ég stend núna sem þýðir að skálinn hefur náð út á miðja Skólabrú ))

Ef miðað er við að þann hluta skálans sem grafinn hefur verið upp má gera ráð fyrir því að hluti hans sé undir húsinu við Skólabrú og undir hluta götunnar.

Lisabet segir að torfveggirnir þar sem sjá má landnámsgjóskuna verði ekki varðveittir á sínum stað að hluta til vegna þess að það er mjög kostnaðarsamt.

„og svo að mínu mati þá eykur það ekki skilning fólks á minjunum sem við erum með hérna.“

Fornleifarannsókninni og minjunum verður gerð skil á sérstakri sýningu sem verður bæði fyrir utan hótelið og innandyra.

Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar segir að reynt verði að gera minjunum eins vel skil og nokkur kostur er, „hvað fannst og hvernig þetta hefur breytt sýn okkar á upphaf byggðar í Reykjavík sem hefur verið allt önnur og mun umfangsmeiri en menn höfðu nokkra trú á áður.“