Kvöldfréttir: Allt um leitina að Birnu

18.01.2017 - 20:05
Fjallað var ítarlega um leitina að Birnu Brjánsdóttur og rannsóknina á hvarfi hennar í kvöldfréttum sjónvarps. Tveir menn voru handteknir á sjöunda tímanum í kvöld. Rætt var við Grím Grímsson, stjórnanda rannsóknarinnar, um handtökuna og leitina að Birnu. Einnig var rætt við flotastjóra dönsku útgerðarinnar sem á grænlenska skipið Polar Nanoq og upplýsingafulltrúa Landsbjargar um störf björgunarsveitarfólks í dag.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV