Krónprinsessa skoðaði hverina ókeypis

19.06.2014 - 16:00
Mynd með færslu
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel prins þurftu ekki að borga sig inn á hverasvæðið austan Námaskarðs, en landeigendur byrjuðu að rukka inn á svæðið í gær.

Á seinni degi Íslandsheimsóknar sinnar fóru Viktoría og Daníel til Húsavíkur í hvalaskoðun og snæddu hádegisverð með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Nú stendur yfir skoðunarferð þeirra um Mývatn og Námaskarð, en einnig verður staðnæmst við Goðafoss áður en þau halda til Akureyrar þar sem þau taka þátt í málþingi um samvinnu á Norðurslóðum.