Krónan fellur en hlutabréf hækka í verði

13.03.2017 - 10:48
Mynd með færslu
 Mynd: flickr.com/23748404@N00/
Krónan veiktist gagnvart helstu gjaldmiðlum við opnun markaða í morgun. Skömmu fyrir klukkan ellefu var evran, sem skráð var á 115 krónur á föstudag komin í 119 krónur. Dollarinn hefur hækkað úr 108 krónum í 112 og pund úr 132 krónum í 136. Nokkrar hækkanir hafa verið á hlutabréfaverði í Kauphöllinni í morgun. Hlutabréfaverð í Icelandair hefur hækkað um 3,6 prósent, verðmæti bréfa í Eimskipafélagi Íslands hefur aukist um 2,6 prósent og hækkun bréfa í HB Granda nemur 1,6 prósentum.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og hagfræðingar og viðskiptafræðingar sem mátu afnám hafta sögðu í gær að afnám hafta kynni að leiða til einhverra sveiflna eða lækkunar í gengi krónunnar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist vona að afnám hafta yrði í það minnsta til að stöðva styrkingu krónunnar. Fleiri lýsti sömu skoðunum.

Krónan hefur styrkt mikið undanfarið. Bent hefur verið á að það hafi neikvæð áhrif á stöðu útflutningsfyrirtækja. Haldi veiking krónunnar áfram fá útflytjendur meira fyrir vörur sínar og þjónustu. Innfluttar vörur gætu hins vegar hækkað í verði.