Kósóvó styrkir hópinn fyrir Íslandsleikinn

20.03.2017 - 14:43
epa05666563 FC Schalke's Donis Avdijaj in action against FC Salzburg's Christian Schwegler  during their Europa League group I soccer match held at Wals-Siezenheim stadium, Salzburg, Austria, 08 December 2016.  EPA/ANDREAS SCHAAD
Donis Avdijaj í leik með Schalke gegn Salzburg í Evrópudeildinni í desember sl.  Mynd: EPA
Albert Bunjaku landsliðsþjálfari Kósóvó tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir leik Kósovó og Íslands í undankeppni HM í fótbolta sem fram fer í Albaníu á föstudaginn. Avni Pepa leikmaður ÍBV er ekki í hópnum en það er að finna leikmenn sem eru nýkomnir með leikheimild frá FIFA og geta leikið sinn fyrsta landsleik fyrir Kósóvó gegn Íslandi.

Þetta eru Atdhe Nuhiu leikmaður Sheffield Wednesday á Englandi sem á að baki leiki með yngri landsliðum Austurríkis og er nú í fyrsta sinn valinn í landslið Kósovó. Donis Avdijaj sem leikur með Schalke í Þýskalandi en hann á að baki leiki með yngri landsliðum Þýskalands. Svo er það Besart Berisha leikmaður Melbourne Victory í Ástralíu sem á að baki 17 landsleiki fyrir Albaníu.

Avni Pepa leikmaður ÍBV lék með Kósovó í 6-0 tapi gegn Króatíu í undankeppninni og hefur verið í hóp í hinum leikjunum en er ekki valinn gegn Íslandi.

Spila í 15 löndum

Leikmenn kósóvska landsliðsins spila með félagsliðum í 15 löndum, flestir í Þýskalandi og Hollandi. Einn leikur í heimalandinu Kósóvó en aðrir leika í efirtöldum löndum; Ítalíu, Bosníu, Þýskalandi, Sviss, Króatíu, Rússlandi, Belgíu, Tyrklandi, Hollandi, Austurríki, Sviss, Ástralíu, Englandi og Noregi.

Markmenn
Samir Ujkani Pisa (Ítalía)
Adis Nurković Travnik (Bosnía)
Bledar Hajdini    Trepça'89 (Kósovó)

Varnarmenn
Fanol Përdedaj    1860 Munich (Þýskaland)
Leart Paqarada    Sandhausen (Þýskaland)
Alban Pnishi    Grasshopper (Sviss)
Amir Rrahmani    Lokomotiva (Króatía)
Benjamin Kololli Lausanne-Sport (Sviss)
Fidan Aliti    Slaven Belupo (Króatía)
Mërgim Vojvoda    Mouscron (Belgía)
Ardian Ismajli    Hajduk Split (Króatía)

Miðjumenn
Bernard Berisha    Terek Grozny (Rússland)
Valon Berisha    Red Bull Salzburg (Austurríki)
Bersant Celina    Twente (Holland)
Milot Rashica    Vitesse (Holland)
Herolind Shala    Kasımpaşa (Tyrkland)
Arber Zeneli    Heerenveen (Holland)
Hekuran Kryeziu    Luzern (Sviss)

Framherjar
Vedat Muriqi    Gençlerbirliği (Tyrkland)
Elba Rashani    Rosenborg (Noregi)
Besart Berisha    Melbourne Victory (Ástralíu)
Atdhe Nuhiu    Sheffield Wednesday (England)
Donis Avdijaj    Schalke 04 (Þýskaland)

Kósovó gerði 1-1 jafntefli við Finnland í fyrstu umferð riðlakeppninnar en hefur síðan tapað síðustu þremur leikjum, 6-0 fyrir Króatíu, 3-0 fyrir Úkraínu og 2-0 fyrir Tyrklandi.