Kosningar í Sýrlandi í apríl

22.02.2016 - 20:45
epa04994301 (FILE) A file picture showing Syrian President Bashar al-Assad (L) during his meeting with Russian President Vladimir Putin (not pictured) at the Kremlin in Moscow, Russia, 20 October 2015. Media reports on 25 October 2015 state that if the
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.  Mynd: EPA  -  RIA NOVOSTI POOL FILE
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur boðað til þingkosninga í landinu 13. apríl. Sýrlenska ríkisfréttastofan SANA greindi frá þessu í kvöld.

SANA sagði að forsetinn hefði gefið út tilskipun sem fæli í sér að hverju héraði landsins yrði úthlutaður ákveðinn fjöldi þingsæta. Þingkosningar voru síðast í Sýrlandi  í maí 2012.

Þá fengu aðrir flokkar en Baath-flokkurinn að bjóða fram í fyrsta skipti, en langflestir þeirra sem hlutu kosningu voru úr Baath-flokknum. Að kosningum loknum var Riad Hijab skipaður í embætti forsætisráðherra, en hann sneri baki við Assad og stýrir nú helstu fylkingu sýrlenskra stjórnarandstæðinga Ríad í Sádi Arabíu.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV