Kiri Te Kanawa hætt að syngja opinberlega

Erlent
 · 
Eyjaálfa
 · 
Klassísk tónlist
 · 
Tónlist
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
epa00705214 Dame Kiri Te Kanawa poses for photographers after performing at the Classical Brit Awards 2006 held at Royal Albert Hall, London, Thursday 04 May 2006. The annual classical music awards is presented in categories including newcomer, critic&
 Mynd: EPA

Kiri Te Kanawa hætt að syngja opinberlega

Erlent
 · 
Eyjaálfa
 · 
Klassísk tónlist
 · 
Tónlist
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
13.09.2017 - 16:07.Ásgeir Tómasson
Nýsjálenska óperusöngkonan Kiri Te Kanawa er hætt að syngja opinberlega. Í viðtali við BBC segist hún hafa hætt fyrir ári, en dregið að tilkynna það þar til í dag.

Te Kanawa er 73 ára að aldri. Hún hefur komið fram í öllum helstu óperuhúsum og og tónleikasölum heimsins á rúmlega hálfrar aldar ferli. Hún vakti fyrst heimsathygli þegar hún kom fram í Brúðkaupi Fígarós í Covent Garden árið 1971. Áratug síðar söng hún við brúðkaup Karls ríkisarfa Bretlands og Diönu prinsessu. Sjónvarpað var beint frá athöfninni. Talið er að sex hundruð milljónir áhorfenda hafi fylgst með henni. Te Kanawa kom fram á tónleikum hér á landi fyrst árið 2003 og síðan nokkrum sinnum eftir það.

Í viðtalinu við BBC segir Kiri Te Kanawa að rödd sín tilheyri fortíðinni. Hún vilji ekki að hún hljómi í sömu andránni og raddir ungra og frábærra söngvara.