Kennsla í tónlistarskólum hefst í dag

25.11.2014 - 08:40
Mynd með færslu
Kennsla hefst í dag í tónlistarskólum. Samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir kjarasamning á sjötta tímanum í morgun. Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara segir samninginn skref í átt að jöfnun kjara þeirra og annarra kennara.

Sigrún vill að svo stöddu ekki greina frá innihaldi samningins. Hún segir hann til skamms tíma og stutt sé í næstu samningalotu. Verkfalls tónlistarkennara stóð í fimm vikur, en eins og fyrr segir hefst kennsla á ný í dag.
„Já, já nú erum við búin að aflýsa verkfalli og vonandi ná þær fréttir til fólks og menn geta farið að  æfa fyrir jólin eitthvað fallegt og skemmtilegt.“ Segir Sigrún Grendal.