Katrín Jónsdóttir á leið til Umeå

11.01.2013 - 13:02
Mynd með færslu
Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði kvenna í knattspyrnu hefur samið við Umeå um að leika með liðinu á næstu leiktíð í Svíþjóð. Frá þessu er greint á vefsíðu Umeå. Katrín hefur leikið síðustu ár með Djugården í Svíþjóð, en liðið féll úr efstu deild Svíþjóðar í haust.

Katrín sem er 35 ára og leikjahæsta íslenska landsliðskonan í knattspyrnu með 122 A-landsleiki semur til eins árs við Umeå.